Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samhljóða samþykktur á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í kvöld.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, þingmaður og arkitekt leiðir listann, annað sætið skipar Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi í Akureyrarbæ, formaður SSNE og fyrrverandi sjónvarpsstjóri N4. Í þriðja sæti er Eydís Ásbjörnsdóttir forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og framhaldsskólakennari, fjórða sæti skipar svo Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi í Norðurþingi.
Kristján L. Möller og Svanfríður Jónasdóttir skipa heiðurssæti á listanum en hann er skipaður tuttugu kraftmiklum frambjóðendum, með fjölbreytta reynslu og þekkingu, sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar og beita sér af fullu afli í þágu íbúa kjördæmisins, sem og alls almennings.
„Ég er stoltur af því að leiða áfram lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Allir frambjóðendur Samfylkingarinnar í kjördæminu eru gríðarlega öflugir, en það sem einkennir efstu fjögur sætin á listanum er ekki síst öflugur bakgrunnur í sveitarstjórnum. Öll höfum við setið í sveitarstjórnum og þekkjum vel mikilvægi nærþjónustunnar og nauðsyn þess að auka samvinnu og traust milli ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessum góða hópi” - Logi Einarsson
„Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og ég hlakka til kosningabaráttunnar sem framundan er. Ég brenn fyrir jöfnuði, þá ekki síst byggðajöfnuði, enda tel ég að við sem samfélag eigum mikið undir því að skapa hverjum einstaklingi skilyrði til þess að vaxa og dafna á eigin forsendum í landi sem bæði hefur upp á að bjóða sterka höfuðborg og öflugar landsbyggðir.“ - Hilda Jana Gísladóttir
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi
1. Logi Einarsson, Akureyri- Alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar
2. Hilda Jana Gísladóttir, Akureyri- Bæjarfulltrúi og formaður SSNE
3. Eydís Ásbjörnsdóttir, Eskifirði- Framhaldskólakennari og bæjarfulltrúi
4. Kjartan Páll Þórarinsson, Húsavík- Íþrótta- og tómstundafulltrúi
5. Margrét S. Benediktsdóttir, Akureyri- Háskólanemi
6. Sigurður Vopni Vatnsdal, Vopnafirði- Deildarstjóri á leikskóla
7. Ísak Már Jóhannesson, Akureyri- Umhverfisfræðingur
8. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, Neskaupstað- Skólameistari
9. Ólafur Haukur Kárason, Siglufirði- Byggingameistari
10. Guðrún Einarsdóttir, Húsavík- Hjúkrunarfræðinemi
11. Jóhannes Óli Sveinsson, Akureyri- Framhaldsskólanemi
12. Nanna Árnadóttir, Ólafsfirði- Félagsliði á öldrunarheimili
13. Baldur Pálsson, Egilsstöðum- Austurlandsgoði
14. María Hjálmarsdóttir, Eskifirði- Verkefnisstjóri
15. Sigríður Huld Jónsdóttir, Akureyri- Skólameistari
16. Magni Þór Harðarson, Eskifirði- Ráðgjafi
17. Björgvin Valur Guðmundsson, Stöðvarfirði- Leiðbeinandi í grunnskóla
18. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Akureyri- Alþingismaður
19. Svanfríður Inga Jónasdóttir, Dalvík- F.v. alþingismaður og bæjarstjóri
20. Kristján L. Möller, Siglufirði- F.v. alþingismaður og ráðherra