Ný stjórn Sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar 2021

Í gær, 15. apríl, var haldin aðalfundur Sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar 2021.

Ný stjórn var kosin og þar er nýr formaður Adda María Jóhannsdóttir, Hafnarfirði, en aðrir stjórnarmeðlimir eru Sabine Leskopf, Reykjavíkurborg og Pétur Hrafn Sigurðsson, Kópavogi. Varamenn voru kosnir Magni Þór Harðarsson Fjarðarbyggð og Fríða Stefánsdóttir Suðurnesjabæ. Fundarstjórn var í höndum Heiðu Bjargar Hilmisdóttur en hún fór einnig yfir stöðu sveitarstjórnarfulltrúa í ljósi Covid og þær áskoranir sem hafa verið.

Líflegar umræður áttu sér stað þar sem flestir voru sammála um það að sveitarstjórnarfulltrúar skipi mikilvægt hlutverk í komandi kosningabaráttu til þess að geta náð frekar til kjósenda í sínum sveitarfélögum og við getum öll talað í sameiningu fyrir sterkri jafnaðarmannastefnu á landsvísu.

Við viljum þakka fráfarandi stjórn fyrir góð störf og bjóðum velkomna nýja stjórn og hlökkum til að vinna með ykkur að efla kjörna sveitarstjórnarfulltrúa Samfylkingarinnar um allt land.