Skráðu þig til leiks í verkalýðsmálaráð

VIlt þú taka þátt í starfi verkalýðsmálaráðs?

Ágætu félagar

Stjórn verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar hefur sett sér það markmið að efla tengsl verkalýðshreyfingarinnar og Samfylkingarinnar með því að stytta og styrkja boðleiðir þeirra á milli. Ef þú félagi góður ert t.d. kjörinn fulltrúi eða starfar í verkalýðshreyfingunni eða hefur mikinn áhuga á verklýðsmálum, viljum við gjarnan fá þig í hópinn.

Við óskum eftir því ef þú hefur áhuga á að starfa í verkalýðsmálaráði að skrá þig með því að senda okkur línu á netfangið [email protected] eða slá á þráðinn í síma 898-7378.

Þeir sem hafa starfað með verkalýðsmálaráði eru einnig beðnir að skrá sig.

Með von um góð viðbrögð og öflugt verkalýðsmálaráð

Kveðja,

Stjórn verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar

Úr lögum Samfylkingarinn

12.12 Landsfundur kýs fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs. Stjórnin skiptir með sér verkum og boðar til fyrsta fundar ráðsins innan mánaðar eftir reglulegan landsfund. Rétt til setu á fundinum eiga kjörnir fulltrúar og starfsmenn stéttarfélaga sem eru félagar í flokknum.12.13 Stjórn verkalýðsmálaráðs skal boða fundi ráðsins, undirbúa og ákveða dagskrá þeirra. Meginverkefni stjórnar verkalýðsmálaráðs er að standa að og styðja við virkt samráð forystu Samfylkingarinnar við jafnaðarfólk í forystu verkalýðshreyfingarinnar,

12.14 Formaður stjórnar verkalýðsmálaráðs er tengiliður forystu flokksins við forystufólk í launþegahreyfingunni. Í samráði við framkvæmdastjóra og formann Samfylkingarinnar skipuleggur hann og boðar reglubundna samráðsfundi með fulltrúum stéttarfélaga. Stjórn verkalýðsmálaráðs má kalla saman sérstaklega, með skömmum fyrirvara, framkvæmdastjórn og/eða þingflokki til ráðuneytis.12.15 Formaður eða varaformaður verkalýðsmálaráðs er einnig tengiliður ráðsins við framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar og hefur seturétt á fundum framkvæmdastjórnar með málfrelsi og tillögurétti. Í tengslum við flokkstjórnarfundi heldur stjórn verkalýðsmálaráðs opnar málstofur eftir þörfum.