Besta leiðin

Heiða Björg

Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar gerir hér upp árið 2021.

Heiða Björg Hilmisdóttir Varaformaður Samfylkingarinnar

Í lok síð­asta árs von­uðum við mörg að lok þessa heims­far­ald­urs, sem við helst viljum ekki nefna á nafn leng­ur, væri á næsta leyti. Bólu­setn­ingar stóðu fyrir dyrum og vonir okkar margra stóðu til þess að við gætum á ný notið sam­vista, ferðast, unnið og hvað það er sem við sökn­uðum mest. Það reynd­ist ekki alveg raunin en ný afbrigði virð­ast nú leysa hin sigr­uðu eldri af hólmi og lífið eins og við þekktum það verður fjar­læg­ara í minn­ing­unni. Það er margt sem þessi heims­far­aldur hefur kennt okkur og umfram annað kannski að stórar breyt­ingar eru mögu­leg­ar. Við getum breytt venjum okkar og reglum á til­tölu­lega stuttum tíma þegar við þurfum þess.

Nýtum reynsl­una

Þetta hefur verið erfitt, sér­stak­lega auð­vitað fyrir þau sem hafa veikst, misst nákomna, glatað lífs­við­ur­væri sínu eða heilsu. En getum við nýtt þessa reynslu heims­ins á umpólun við úrlausnir á fleiri vanda­málum sem við svo sann­ar­lega stöndum frammi fyr­ir?

Mér er þar efst í huga hlýnun jarðar með öllum þeim grafal­var­legu afleið­ingum sem við sem mann­kyn munum á end­anum ekki lifa af, ef ekk­ert verður að gert. Sú stað­reynd að á jörð­inni ríkir gríð­ar­legur ójöfn­uður sem auk­ist hefur í kjöl­far heims­far­ald­urs, sama hvort horft er til mis­skipt­ingu fjár­magns, aðgengis að mat­vælum og svo fram­veg­is. Átök og stríð með hrylli­legum afleið­ing­um, ofbeldi og mann­rétt­inda­brot sem við vissu­lega for­dæmum almennt en með sam­hentu átaki alþjóða­sam­fé­lags­ins mætti koma í veg fyr­ir. Kyn­bundið ofbeldi er þar á með­al, ein helsta ógnin við heilsu kvenna og hún hefur því miður bara auk­ist í far­aldr­in­um.

Ára­tugur aðgerða

Lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum eru hnatt­rænn vandi rétt eins og kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og við getum og eigum að bregð­ast við honum sem slík­um. Hér­lendis hefur Reykja­vík haft for­ystu um að leggja til metn­að­ar­fullaar aðgerða­á­ætl­anir og stefnur en rík­is­stjórnin þarf að gera bet­ur. Setja fram skýr metn­að­ar­full mark­mið og mæli­kvarða sem og kalla eftir að við bregð­umst við því neyð­ar­á­standi sem ríkir í lofts­lags­mál­um. Þær aðgerðir sem farið verður í þurfa að stuðla að rétt­látum umskipt­um, byggja á jafn­ræði þar sem allir taka þátt í því að draga úr los­un, fyr­ir­tæki og neyt­end­ur, en um leið er byrðum og tæki­færum sem fel­ast í aðgerð­unum dreift með jöfnum og sann­gjörnum hætti. Nauð­syn­legt er að fram­kvæmdar verði kostn­að­ar- og ábata­grein­ingar sem nái til sam­fé­lags­legra áhrifa auk þess­ara efna­hags­legu og að gripið sé til mót­væg­is­að­gerða til að tryggja að aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum auki ekki ójöfn­uð. Ein­hver störf munu hverfa á næstu árum og önnur breyt­ast og ný verða til. Nauð­syn­legt er að breyt­ingar á vinnu­mark­aði leiði til fjölg­unar á góðum grænum störfum sem standa undir góðum lífs­kjörum og auka vel­ferð og jafn­rétti.

Jöfnum stöðu okkar við end­ur­reisn­ina

Síð­ustu tvö ár höfum við öll fundið hve gríð­ar­lega mik­il­væg sam­neyslan er, vel­ferð­ar­kerfið okkar sem hélt sam­fé­lag­inu gang­andi þegar allt fór í lás. Þar er ég ekki bara að tala um heil­brigð­is­starfs­fólk sem sann­ar­lega vann þrek­virki heldur líka fólk í Vel­ferð­ar­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga sem sinnti börn­um, fjöl­skyld­um, föt­uðu fólki, öldruðum og öllum þeim sem þurftu að aðlaga sig að nýjum veru­leika eftir hverjar nýjar sótt­varn­ar­regl­ur. Fólk sem vinnur í mennta­kerf­inu sem aðlag­aði sig að alveg nýjum veru­leika sem og fólk í fram­línu­störfum sem mætti á sínar vakt­ir. Nor­ræna vel­ferð­ar­sam­fé­lagið sýndi sína styrk­leika og ég held við höfum vel­flest fundið að þetta rót­gróna sam­fé­lag sam­hjálpar og sam­stöðu, var það sem mestu máli skipti þegar áföllin dundu yfir.

Frelsi, jafn­rétti, sam­staða

Við jafn­að­ar­fólk höfum reyndar haldið þessum gildum á lofti alla tíð, að jöfn­uð­ur, rétt­læti, sterkir inn­við­ir, sam­neysla og sam­staða fólks geri okkur öllum gott og að allir eigi að vera með. Við viljum ekki bara skapa öllum jöfn tæki­færi til að taka þátt í okkar sam­fé­lagi heldur jafna stöðu fólks til að nýta þau tæki­færi með raun­veru­legum aðgerð­um. Árið 2021 var að mörgu leyti upp­haf nýrra tíma fyrir jafn­að­ar­stefn­una, þó alþing­is­kosn­ingar á Íslandi hafi ekki farið eins og í lönd­unum í kringum okkur þá gleðj­umst við yfir góðum sigrum þeirra og styðjum öll góð mál sem byggja á okkar grunn­hug­sjónum og stuðla að því að okkar fram­tíð­ar­sýn nái fram að ganga.

Mótum fram­tíð­ina saman

Sam­fylk­ingin er í meiri­hluta við stjórn sveit­ar­fé­laga þar sem flestir Íslend­ingar búa og við höfum sann­ar­lega lagt okkur fram um að standa vörð um þá gríð­ar­lega mik­il­vægu þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lög veita, því miður oft við lít­inn skiln­ing rík­is­stjórn­ar­innar á mik­il­vægi sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins og áhrif sam­dráttar þar á mann­rétt­indi, heil­brigði, ofbeldi, menntun og atvinnustig um land­ið. Framundan er nýtt ár og ný tæki­færi fyrir öfl­uga for­ystu­sveit jafn­að­ar­fólks í öllum sveit­ar­fé­lögum að sækja umboð til kjós­enda til þess að gera sam­fé­lag okkar enn betra og rétt­lát­ara.

Ég er bjart­sýn á að við fáum umboð til þess og um leið og ég horfi til baka með þakk­læti og kannski smá trega á liðið ár, get ég ekki beðið eftir því næsta því það mun von­andi færa okkur mörg ný tæki­færi til sam­stöðu um fram­farir og jafn­rétti öllum til handa.

Greinin birtist í Kjarnanum 26. des. 2021.