Sextán frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 2022

Alls bárust sextán framboð til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. Forvalið fer fram  helgina 12.-13. febrúar 2022, en framboðsfrestur rann út á hádegi í dag, laugardaginn 22. janúar. 

Á fundi kjörstjórnar voru öll framboð metin gild. Á sama fundi var dregið um röð frambjóðenda og verður notast við þá uppröðun í kynningarefni á vegum flokksins og á kjörseðli. 

Þessi sextán einstaklingar eru í framboði:

Hjálmar Sveinsson

Ólöf Helga Jakobsdóttir

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson

Sabine Leskopf

Sara Björg Sigurðardóttir

Skúli Helgason

Stein Olav Romslo

Þorleifur Örn Gunnarsson

Þorkell Heiðarsson

Aron Leví Beck

Birkir Ingibjartsson

Dagur B. Eggertsson

Ellen Jaqueline Calmon

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Guðný Maja Riba

Heiða Björg Hilmisdóttir

Kosningarétt í flokksvalinu eiga flokksfélagar og skráð stuðningsfólk Samfylkingarinnar sem hafa lögheimili í Reykjavík og eru rétt skráð 4. febrúar nk. 

Á næstu dögum munu birtast ítarlegri upplýsingar um frambjóðendur og fyrirkomulag flokksvalsins á vefsvæði Samfylkingarinnar í Reykjavík, https://xs.is/samfylking-i-reykjavik.

Kjörstjórn Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík.