Ellen Calmon endurkjörin formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík

Ellen, banner

Ellen Calmon endurkjörin formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík á aðalfundi félagsins í gærkvöldi

Aðalfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fór fram í gær, fimmtudaginn 24. febrúar 2022. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins https://www.sffr.is/  

Ellen Calmon forman félagsins flutti skýrslu stjórnar en Samfylkingarfélagið í Reykjavík er fjölmennasta aðildarfélag Samfylkingarinnar og hefur haldið úti virkri starfsemi á árinu sem var að líða þrátt fyrir miklar áskoranir vegna heimsfaraldursins. 

Á fundinum var Ellen Calmon endurkjörin formaður með öllum greiddum atkvæðum. Stein Olov Romslo var kjörin gjaldkeri stjórnar og önnur i stjórn voru kjörin; Sigfús Ómar Höskuldsson, Ingiríður Halldórsdóttir, Vilborg Oddsdóttir, Ólöf Helga Jakobsdóttir og Sindri Freyr Ásgeirsson. Þá hlutu eftirfarandi kjör sem varamenn; Þorleifur Örn Gunnarsson, Halla Gunnarsdóttir, Barbara Kristvinsson, Mörður Árnason og Þorkell Heiðarsson. 

 

Aðalfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík samþykkti svohljóðandi ályktun:

Samfylkingarfélagið í Reykjavík fordæmir hörmulega og fyrirlitlega innrás Rússa í Úkraínu. Innrásin er alvarlegt brot á alþjóðalögum, vanvirðing fyrir alþjóðlegum gildum og friði, brot á mannréttindum og aðför að lýðræði.

Samfylkingarfélagið í Reykjavík krefst þess að íslensk stjórnvöld standi fast á efnahagsþvingunum gagnvart Rússlandi og taki til afdráttarlausra aðgerða til að stilla til friðar. Samfylkingarfélagið í Reykjavík krefst þess að íslensk stjórnvöld bjóði borgurum Úkraínu mannúðaraðstoð og hæli á Íslandi, þar sem lögð verði sérstök áhersla á að koma börnum og barnafjölskyldum til bjargar.