Úrslit flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík

Rafrænt flokksval Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands í Reykjavík fór fram um helgina.
Í flokksvalinu völdu flokksfélagar og stuðningsmenn þá einstaklinga sem skulu skipa í efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Niðurstaða fyrir sex efstu sætin er bindandi fyrir uppstillingarnefnd, að teknu tilliti til reglna Samfylkingarinnar um að ekki halli á hlut kvenna.
Á kjörskrá voru 6.051 og atkvæði greiddu 3.036. Kjörsókn var 50,2%
Úrslitin urðu eftirfarandi:
- sæti Dagur B. Eggertsson með 2.419 atkvæði í 1. sæti.
- sæti Heiða Björg Hilmisdóttir með 1.926 atkvæði í 1.- 2. sæti.
- sæti Skúli Helgason með 1.104 atkvæði í 1. - 3. sæti.
- sæti Sabine Leskopf með 910 atkvæði í 1. - 4. sæti.
- sæti Hjálmar Sveinsson með 1.122 atkvæði í 1. - 5. sæti.
- sæti Guðný Maja Riba með 1.212 atkvæði í 1.- 6. sæti.
Í næstu sætum voru Sara Björg Sigurðardóttir í 7. sæti og Ellen Jacqueline Calmon í 8. sæti.