Þingflokkur Samfylkingarinnar ræður tvo nýja starfsmenn

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur ráðið Aldísi Mjöll Geirsdóttur og Guðríði Láru Þrastardóttur sem aðstoðarmenn þingflokks. Starfið felst í al­hliða þjón­ustu og sérfræðiráðgjöf við þing­menn. Þær hafa þegar hafið störf.

Aldís lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og MA-prófi í lögfræði frá sama skóla. Þá lagði hún áherslu á Evrópurétt og mannréttindi í náminu, sér í lagi þegar hún var í skiptinámi við KU Leuven í meistaranámi. Hún hefur gegnt lykilstörfum í Samfylkingunni, var m.a. kosningastjóri í Reykjavík haustið 2021 og er ritari Ungra jafnaðarmanna. Þá var hún forseti Ungmennaráðs Norðurlandaráðs 2020-2021 og formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta 2017-2018.

 Guðríður Lára lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og ML próf frá sama skóla vorið 2008. Árið 2009 öðlaðist hún réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi. Veturinn 2010-2011 lagði hún stund á meistaranám í Hagnýtum og fræðilegum mannréttindum við Óslóarháskóla. Guðríður starfaði sem héraðsdómslögmaður hjá OPUS lögmönnum og VALVA lögmönnum árin 2008-2014. Frá árinu 2015 hefur hún starfað sem lögfræðingur í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og teymisstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi.

Fyrir er starfsmaður þingflokks Tómas Guðjónsson og hefur hann tekið við sem framkvæmdastjóri þingflokks. Þingflokkur Samfylkingarinnar býður Aldísi og Guðríði velkomnar til starfa.