Endurskipulagning velferðarsviðs í Reykjanesbæ

Á þessu kjörtímabili fór meirihluti í bæjarstjórn sem skipuð er af Samfylkingu og óháðum, Framsókn og Beinni leið í allsherjar endurskipulagningu á velferðarsviði þar sem gerð var úttekt á sviðinu, ekki einungis til að bæta vinnuumhverfi starfsmanna, heldur líka til að bæta þjónustuna við íbúa og færa hana nær bæjarbúum.

Unnið er með það að leiðarljósi að snemmtækri íhlutun sé beitt eins fljótt og auðið er til að koma í veg fyrir að mál vindi upp á sig.
Barnaverndarnefnd vann hörðum höndum að því að aukið yrði við stöðugildi í barnavernd og niðurstaðan varð aukning um tvö stöðugildi þar sem verkefnin eru ærin. Metnaðarfullt verklag er við lýði sem vinnur þvert á fræðslusvið og velferðarsvið með það að markmiði að beita snemmtækri íhlutun sem og veita heildstæða og góða þjónustu til barna og fjölskyldna þeirra í bænum okkar.
Úr uppplýsandi grein Sigurrósar varabæjarfullrúa og frambjóðanda (4. sæti S-listans) sem hún skrifaði með Díönu bæjarfulltrúa.