Framboðslisti Samfylkinginarinnar í Árborg kynntur

Á fjölmennum félagsfundi Samfylkingarinnar í Árborg í gærkvöldikvöld var samþykktur einróma framboðslisti vegna sveitastjórnarkosninga þann 14.maí nk.

Listann skipa reynslumiklir einstaklingar sem sitja í bæjarstjórn Árborgar auk nýrra frambjóðenda sem nú stíga sín fyrstu skref í sveitarstjórnarmálum, fullir áhuga á að gera gott sveitarfélag enn betra.

Í hópnum eru einstaklingar með víðtæka þekkingu og reynslu víðsvegar að úr samfélaginu og spegla vel þá miklu breidd sem býr í ört vaxandi samfélagi.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, leiðir listann, annað sætið skipar Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, það þriðja Björgvin G. Sigurðsson, fyrrv. alþingismaður og í fjórða sætinu er Ástríður M. Sigurðardóttir, gæðatjóri MAST. Í fimmta sætinu er María Skúladóttir, grunnskólakennari og í því sjötta Viktor S. Pálsson, lögfærðingur og varaþingmaður.

Listinn mun á næstunni kynna stefnumál sín en Samfylkingin hefur verið í meirihlutasamstarfi í Árborg á liðnu kjörtímabili.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg 2022:

 1. Arna Ír Gunnarsdóttir - félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi
 2. Sigurjón Vídalín Guðmundsson - jarðfræðingur og bæjarfulltrúi
 3. Björgvin Guðni Sigurðsson - sjálfstætt starfandi
 4. Ástfríður M. Sigurðardóttir - gæðastjóri MAST
 5. María Skúladóttir - grunnskólakennari
 6. Viktor Stefán Pálsson - lögfræðingur
 7. Svala Norðdahl - lífskúnstner
 8. Jónas Hallgrímsson - framkvæmdastjóri
 9. Elísabet Davíðsdóttir - laganemi
 10. Jean Rémi Chareyre - sjálfstætt starfandi
 11. Herdís Sif Ásmundsdóttir - hjúkrunarfræðingur
 12. Jóhann Páll Helgason - fangavörður
 13. Drífa Björt Ólafsdóttir - kennaranemi og leiðbeinandi
 14. Egill Ö. Hermannsson - háskólanemi og varaform. ungra umhverfissinna
 15. Guðrún Ragna Björgvinsdóttir - nemi
 16. Hjalti Tómasson - eftirlitsfulltrúi
 17. Drífa Eysteinsdóttir - hjúkrunarfræðingur
 18. Elfar Guðni Þórðarson - listmálari
 19. Þorvarður Hjaltason - f.v. framkvæmdastjóri SASS
 20. Sigríður Ólafsdóttir - fyrrverandi bæjarfulltrúi
 21. Margrét Frímannsdóttir - húsmóðir
 22. Sigurjón Erlingsson - múrari