Samfylkingin eflir tengslin við verkalýðshreyfinguna

Kosning nýrrar stjórnar Verkalýðsmálaráðs markar tímamót.
Flokksstjórn Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands kaus í dag nýja stjórn Verkalýðsmálaráðs flokksins. Í framboði voru níu flokksfélagar með víðtæka reynslu af störfum í verkalýðshreyfingunni en fimm náðu kjöri.
Fundurinn var haldinn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, yfirskrift fundarins var Velferð fyrir öll!
Þau sem hlutu kjör voru sem hér segir:
- Agnieszka Ewa Ziolkowska
- Halldóra Sigríður Sveinsdóttir
- Kristján Þórður Snæbjarnarson
- Finnbogi Sveinbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason