Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akranesi
Við kynnum framboðslista Samfylkingarinnar á Akranesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Á framboðslistanum okkar er fjölbreyttur hópur fólks sem býr að alls konar þekkingu og reynslu af lífinu og tilverunni, hópur sem endurspeglar raunverulega breidd samfélagsins. Við erum öll venjulegt fólk um leið og við erum óvenjuleg hvert um sig.
Við erum stolt af því hvernig bæjarfélaginu okkar hefur verið stjórnað síðustu árin og við viljum halda áfram. Við viljum áfram forgangsraða í þágu þjónustu við alla íbúa bæjarins, ekki síst barna, fjölskyldna og allra þeirra sem reiða sig á fjölbreytta og vandaða þjónustu sveitarfélagsins. Við viljum halda áfram að byggja upp skóla- og íþróttamannvirki því þannig fjárfestum við ekki aðeins í húsum heldur einnig í lífsgæðum.
Við trúum á félagslegar lausnir og samábyrgð en vitum um leið að gróskumikið atvinnulíf er grunnurinn að góðri velferðarþjónustu. Við viljum að gildi jafnaðarmanna; frelsi, jafnrétti og samstaða, verði ávallt höfð að leiðarljósi við stjórn bæjarfélagsins okkar.
Framboðslisti okkar er þannig skipaður:
- Valgarður Lyngdal Jónsson, 49 ára grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
- Jónína M. Sigmundsdóttir, 43 ára starfsmaður fíkniteymis og sjúkraliðanemi
- Kristinn Hallur Sveinsson, 49 ára landfræðingur og bæjarfulltrúi
- Anna Sólveig Smáradóttir , 44 ára sjúkraþjálfari
- Björn Guðmundsson, 65 ára húsasmiður
- Sigrún Ríkharðsdóttir, 59 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur / náms- og starfsráðgjafi
- Benedikt Júlíus Steingrímsson, 19 ára rafvirkjanemi
- Guðríður Sigurjónsdóttir, 52 ára leikskólakennari
- Auðun Ingi Hrólfsson, 23 ára starfsmaður félagsmiðstöðvar og háskólanemi
- Bára Daðadóttir, 39 ára félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi
- Uchechukwu Eze, 50 ára verkamaður
- Margrét Helga Ísaksen, 26 ára hjúkrunarfræðinemi
- Pétur Ingi Jónsson, 32 ára lífeindafræðingur
- Þóranna Hildur Kjartansdóttir, 49 ára sjúkraliði/ lyfjatæknir/förðunarfræðingur
- Júlíus Már Þórarinsson, 77 ára tæknifræðingur
- Erna Björg Guðlaugsdóttir, 57 ára kennari/náms og starfsráðgjafi
- Ágústa Friðriksdóttir, 56 ára ljósmyndari/ökukennari/hafnargæslumaður
- Guðjón S. Brjánsson, 67 ára fyrrverandi Alþingismaður