Guðmundur Ari í einlægu viðtali

Guðmundur Ari er oddviti Samfylkinginarinnar og óháðra á Seltjarnarnesi. Hann er hér í einlægu viðtali hjá Mannlífi.

Hann ólst upp á Seltjarnarnesi, æfði handbolta og fótbolta og var í tónlistarnámi við Tónlistarskóla Seltjarnarness.

„Þegar ég var orðinn 10 ára fór ég að hætta að finna mig í skólakerfinu og hætti hægt og rólega að passa í það þrönga form. Áhuginn minn var á fótbolta, að vera með vinum og að spila tölvuleiki og ég skildi í raun ekkert af hverju ég þurfti að vera í þessum blessaða skóla. Þegar ég var kominn í unglingadeild í Valhúsaskóla var þetta árangursleysi og árekstrar í skólanum farið að hafa mjög neikvæð áhrif á sjálfsmyndina mína og ég var farinn að nýta orkuna mína í uppreisn gegn skólanum frekar en að reyna að ná að læra námsefnið og vera til friðs. Ég held að ég eigi enn met í Valhúsaskóla fyrir að vera rekinn til skólastjórans í fyrstu kennslustund á fyrsta kennsludegi eftir sumarfrí,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, verkefnastjóri og bæjarfulltrúi, sem mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum á Seltjarnarnesi.

Hér geti þið lesið allt viðtalið.