Höfum umhverfismálin og atvinnumálin í lagi

Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingarinnar og óháðra mætti oddvitum allra framboða í Reykjanesbæ. Við mælum svo sannarlega með að horfa á kappræðurnar þar sem okkar maður fer yfir það grettistak sem hefur verið unnið í Reykjanesbæ af jafnaðarmönnum.

Friðjón stýrði gerð nýrrar atvinnustefnu fyrir Reykjanesbæ og í henni er horfið frá stóriðjustefnu fyrri ára.

„Reykjanesbær hefur eitt fárra sveitarfélaga lækkað skatta á fyrirtæki og líka breytt aðalskipulagi mikið á síðasta kjörtímabili til að gefa greinilega til kynna hvernig starfsemi bærinn vill sjá. Friðjón segir unnið í nánu samstarfi við ríkið og þróunarfélag Keflavíkurflugvallar um byggð og samskipti við útlönd. Allir flokkar í Reykjanesbæ eru sammála um að hverfa frá því að þar verði mengandi stóriðja og þar segir Friðjón er horfið frá 30 ára atvinnustefnu.“

Höfum umhverfismálin og atvinnumálin í lagi!

https://www.ruv.is/frett/2022/04/27/frambjodendur-einhuga-um-ad-ekki-opni-aftur-i-helguvik?fbclid=IwAR0y0UKbm73ACaGO0_YDo6Z-UW7XzdzbXhMx9oyQ6WzZmVuUqPWt4ILwgH4