Höfum fjármálin í lagi!

Á undanförnum átta árum hefur Samfylkingin í samstarfi við Beina leið og  Framsókn leitt endurreisn Reykjanesbæjar með góðum árangri. Staðan var erfið og verkefnið stórt en við gengum í verkið.

Friðjón Einarsson 1. sæti S-lista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ.

Við höfum greitt niður skuldir, rekið bæinn á ábyrgan hátt og erum búin að kaupa aftur allar fasteignir bæjarins sem höfðu verið seldar til að fjármagna rekstur. 

Rekstur bæjarins er í jafnvægi og á réttri leið, bærinn okkar vex jafnt og þétt – og framtíðin er björt. 

Rekstarárangri skilað inn í samfélagið

Við höfum gætt þess að skila góðum rekstrarárangri Reykjansbæjar til baka inn í samfélagið. Við höfum t.d.: 

  • Hækkað hvatagreiðslur úr 7.000 kr. í 45.000 kr.
  • Lækkað fasteignaskatta til einstaklinga að raunvirði um 20%.
  • Lækkað fasteignaskatta á fyrirtæki, eitt fárra sveitarfélaga á Íslandi.
  • Hækkað niðurgreiðslur verulega til foreldra vegna leikskóla og dagforeldra á síðustu árum. Um 40.000 kr. lækkun á mánuði hjá dagforeldrum eftir átján mánaða aldur.
  • Margfaldað framlög til íþróttamála. Gert nýja afrekssamninga sem tryggja rekstur íþróttastjóra félaganna. Byggt flóðlýstan gervigrasvöll og nú rís við Stapaskóla eitt glæsilegasta íþróttahús landsins.
  • Byggt glæsilegan Stapaskóla á hagkvæman hátt án þess að taka til þess lán.

Svona ætlum við vinna hlutina áfram næstu fjögur árin og skila góðum rekstrarárangri til baka til samfélagsins. Lækka gjöld þegar svigrúm er til þess, bæta hag allra í samfélaginu með góðri þjónustu og fagmennsku.

Höfum hlutina í lagi!