Kveðja frá Loga og Heiðu

Kæru vinir

Þá  hafa atkvæðin verið talin og rykið sest eftir snarpa kosningabaráttu. Við í Samfylkingunni sýndum það og sönnuðum að við erum áfram burðarafl í sveitastjórnum bæði undir eigin nafni og í samvinnu við önnur framboð. Við festum okkur í sessi sem mótvægið við Sjálfstæðisflokkinn sem heldur áfram að skreppa saman. Þótt við værum ekki fyllilega ánægð með úrslitin sums staðar héldum við víða okkar hlut og á nokkrum stöðum unnum við glæsta sigra.

Við þökkum af öllum hug þeim fjölmörgu frábæru sjálfboðaliðum sem hringdu, gengu í hús með rósir og bros, bökuðu, helltu upp á könnuna, stöppuðu stálinu í framlínusveitina og gerðu þessa kosningabaráttu bæði málefnalega og skemmtilega.

Við tilheyrum stórum flokki sem er ekki myndaður kringum einstakar persónur eða dægurmál heldur hina stóru hugsjón jafnaðarstefnunnar, sem verður okkur leiðarljós áfram. Og áfram verður Samfylkingin kjölfestan í fjölmörgum bæjum og sveitastjórnum um allt land.

Kær kveðja,
Logi Einarsson og Heiða Björg Hilmisdóttir.