Ólík sýn á skattamál og rekstur á Seltjarnarnesi

Ari, Guðmundur Ari, kraginn, seltjarnarnes, suðvestur,

Guðmundur Ari, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra, mætti Þór Sigurgeirssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu um ólíka sýn þeirra fyrir kjörtímabilið framundan.

Ólík sýn á skattamál og rekstur, ólík sýn á leikskóla og málefni barna og ólík sýn á þróun Eiðistorgs eru dæmi um nokkur mál sem voru rædd.

"Ég verð að segja að eftir þetta viðtal er ég orðinn enn sannfærðari um að stefnuskrá Sjálfstæðismanna er óskalisti en ekki fjármögnuð stefna. Þau hafa ekki hugmynd um hvernig þau ætla snúa við 1400 milljón króna hallareksturs síðustu 5 ára, lækka skatta, byggja nýjan leikskóla, laga götur og hækka tómstundastyrki. En þau segjast samt ætla að gera það - alveg eins og þau ætluðu að byggja nýjan leikskóla á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Hvar er hann?

Við í Samfylkingu og óháðum ætlum að byggja upp betri bæ fyrir börn, betri og lifandi miðbæ og betri bæ fyrir eldri borgara og við gerum það með því að lækka ekki útsvar á næsta ári, skipuleggja nýjar byggingar á Eiðistorgi og selja lóðina til að fjármagna byggingu nýs leikskóla. Við þurfum að fá Seltirninga með okkur í lið til þess að geta farið í þessi verkefni og við óskum eftir ykkar stuðningi í kosningunum 14. maí!" - Guðmundur Ari Sigurjónsson.

https://www.visir.is/k/b3c399c3-ddd0-4385-acd6-1c0d4b4419b2-1651480708211?fbclid=IwAR1ximkCOiQ847chv-d5dX6dbRNcXoTrsDlrDDYFS_9gniWmyLGwvNNLY94