Arn­ór Heiðar Benónýs­son nýr forseti Ungs jafnaðarfólks

Arnór Heiðar Benónýsson var kjörinn forsteti UJ á landsþingi síðast liðinni laugardag, 27. ágúst, hann tekur við af Rögnu Sigurðardóttur.

Ung­ir jafnaðar­menn (UJ), ungliðahreyf­ing Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur nú breytt nafni sínu í Ungt jafnaðarfólk. Til­laga að nafna­breyt­ing­unni var samþykkt á landsþingi. 

„Mér finnst ekki gam­an að það sé fólk sem upp­lif­ir sig ekki vel­komið í hreyf­ing­unni út af nafn­inu,“ seg­ir Arn­ór Heiðar Benónýs­son, ný­kjör­inn for­seti Ungs jafnaðarfólks, í sam­tali við mbl.is.

90% full­trúa á landsþing­inu með til­lög­unni. Eina breyt­ing­in á nafn­inu er sú að orðið jafnaðar­menn breyt­ist í jafnaðarfólk og verður nafn hreyf­ing­ar­inn­ar þannig kyn­laust.