Arnór Heiðar Benónýsson nýr forseti Ungs jafnaðarfólks

Arnór Heiðar Benónýsson var kjörinn forsteti UJ á landsþingi síðast liðinni laugardag, 27. ágúst, hann tekur við af Rögnu Sigurðardóttur.
Ungir jafnaðarmenn (UJ), ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hefur nú breytt nafni sínu í Ungt jafnaðarfólk. Tillaga að nafnabreytingunni var samþykkt á landsþingi.
„Mér finnst ekki gaman að það sé fólk sem upplifir sig ekki velkomið í hreyfingunni út af nafninu,“ segir Arnór Heiðar Benónýsson, nýkjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks, í samtali við mbl.is.
90% fulltrúa á landsþinginu með tillögunni. Eina breytingin á nafninu er sú að orðið jafnaðarmenn breytist í jafnaðarfólk og verður nafn hreyfingarinnar þannig kynlaust.