Heiða Björg Hilmisdóttir nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, er nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosningu lauk núna í hádeginu.
Heiða Björg tekur við embætti af Aldísi Hafsteinsdóttur á landsþingi sambandsins sem verður haldið á Akureyri 28. til 30. september næstkomandi.
Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnmálamaður úr öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum fer með formennsku í sambandinu.
Heiða Björg er fædd og uppalin í Eyjafirði, en hefur búið í Reykjavík nær öll hennar fullorðinsár. Heiða Björg var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar í febrúar 2017, hún hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur í níu ár og verið varaformaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga síðustu fjögur ár.
Í mínum huga er Samband íslenskra sveitarfélaga sameiginlegur vettvangur okkar allra – alls sveitarstjórnarfólks, hvort sem við störfum í stjórnmálaflokk eða ekki, hvar sem við búum á landinu og hver sem dagleg verkefni okkar eru á vettvangi sveitarstjórna.