Arna Lára Jónsdóttir nýr ritari Samfylkingarinnar

Arna Lára Jónsdóttir var kjörin ritari Samfylkingarinnar- jafnaðarmannaflokks Íslands á landsfundi Samfylkingarinnar 2022. Hún hlaut 59,77% greiddra atkvæða.

Arna Lára er bæjarstjóri á Ísafirði fyrir Í-listann og var varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi 2010, 2019 og 2020. Við óskum henni til hamingju með kjörið.

Í framboði voru Arna Lára Jónsdóttir og Alexandra Ýr van Erven.