Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar

Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar- jafnaðarflokks Íslands á landsfundi Samfylkingarinnar 2022. Hann hlaut 72,73%% greiddra atkvæða.

Guðmundur Ari er 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur og giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. Hann er oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi sem hlaut rúm 40% í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor. Hann hefur setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018.

Við óskum honum til hamingju með kjörið.

Í framboði voru Guðmundur Ari Sigurjónsson og Kjartan Valgarðsson.