Jónas Már Torfason nýr formaður laganefndar

Jónas Már Torfason var sjálfkjörinn í embætti formanns laganefndar.

Jónas hefur um margra ára skeið verið virkur í Samfylkingunni m.a. sinnt ýmsum störfum á vegum Ungra jafnaðarmanna; verið í miðstjórn og framkvæmdastjórn og var lengi formaður ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Hann var formaður uppstillingarnefndar í Suðvesturkjördæmi, varaformaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og leitt málefnastarf Samfylkingarinnar í menntamálum.

Við óskum honum til hamingju!