Katarina Barley varaforseti Evrópuþingsins verður gestur okkar á landsfundi

Dr. Katarina Barley, varaforseti Evrópuþingsins og nefndarmaður í borgara-, dóms- og innaríkisnefnd þingsins, verður gestur á landsfundi Samfylkingarinnar, sem verður haldinn á Grand hótel 28. og 29. október.

Frá 2021 hefur Barley verið hluti af sendinefnd þingsins sem heldur utan um verkefnið Framtíð Evrópu. Í Evrópukosningunum 2019 var Barley oddviti Sósíaldemókrataflokksins í Þýskalandi (SPD) og er fulltrúi þeirra á þingu.

Áður en Barley tók sæti á Evrópuþinginu var hún meðlimur þýska sambandsþingsins frá 2013 til 2019 og var fjölskyldumálaráðherra (2017 – 2018), félags- og atvinnumálaráðherra (2017 – 2018) og neytenda- og dómsmálaráðherra (2018 -2019). Á árunum 2015 – 2017 var hún aðalritari SPD.

Hér er hægt að skoða heimasíðu Katarinu Barley hjá Evrópuþinginu.