Kristrún Frostadóttir ein í formannsframboði

Einn frambjóðandi skilaði inn framboði til formanns Samfylkingarinnar á skrifstofu flokksins. Fresturinn rann út núna í hádeginu og er Kristrún Frostadóttir því ein í framboði til formanns Samfylkingarinnar.

Kristrún Frostadóttir tilkynnti opinberlega að hún hygðist bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar á opnum fundi í Iðnó þann 19. ágúst og skilaði inn framboði á skrifstofu flokksins með tilheyrandi undirskriftum þann 14. október. Kristrún var oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga haustið 2021 og tók sæti á Alþingi að kosningum loknum.

Í lögum Samfylkingarinna segir að kjósa skuli formann á reglulegum landsfundi annað hvert ár og að kosning skuli fara fram þó að aðeins sé eitt framboð.

Kosning formanns fer því fram á landsfundinum á föstudeginum 28. okt. frá kl. 16:30 - 17:30 og kjöri formanns lýst upp úr kl. 18:30 í hátíðarsal á Grand Hótel.

Sjáumst á landsfundi!