Niðurstöður kosninga á landsfundi

Niðurstöður kosninga í embætti innan stjórnar Samfylkingarinnar.

Kristrún Frostadóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar. Hún hlaut 94,59 % greiddra atkvæða, á kjörskrá voru 382 og kjörsókn 77,49%.

Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Guðmundur hlaut 72,73%% greiddra atkvæða og Kjartan Valgarðsson hlaut 27,27% greiddra atkvæða, á kjörskrá voru 406 og kjörsókn var 78,57 %.

Arna Lára Jónsdóttir var kjörin ritari Samfylkingarinnar. Arna Lára hlaut 59,77% greiddra atkvæða , Alexandra Ýr van Erven hlaut 39,85% greiddra atkvæða og 0,38% skiluðu auðu. Á kjörskrá voru 406 og kjörsókn var 64,44%.

Jón Grétar Þórsson var kjörinn gjaldkeri Samfylkingarinnar. Jón Grétar hlaut 49,64% greiddra atkvæða, Stein Olav Romslo hlaut 48,93% greiddra atkvæða og 1,43% skiluðu auðu. Á kjörskrá voru 406 og kjörsókn var 68,97%.

Guðmundur Árni Stefánsson var einn í framboði til varaformanns og var því sjálfkjörinn.