Hildur Rós Guðbjargardóttir nýr formaður Kvennahreyfingarinnar

Ársþing Kvennahreyfingarinnar var haldið í gærkvöldi.

Nýr formaður og stjórn var kosin. Hildur Rós Guðbjargar var kosin formaður og tekur hún við af Steinunni Ýr Einarsdóttur. Við óskum Hildir Rós til hamingju og þökkum Steinunni Ýr fyrir sín störf í þágu Kvennahreyfingarinnar.

Nýja stjórn skipa, Birgitta Ásbjörnsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Valgerður María Guðmundsdóttir . Í varastjórn eru þær Guðrún Catherine Emilsdóttir, Kolbrún Magnúsdóttir og Ragna Sigurðardóttir.

Gerðar voru lagabreytingartillögur og tóku þær gildi strax. Ný stjórn er því kjörin til tveggja ára í stað eins og mun ársþing verða að landsþingi Kvennahreyfingarinnar og skal það haldið á tveggja ára fresti og fylgja tímasetningu Landsfundar Samfylkingarinnar.

Eftir að aðalfundarstörfum lauk var haldin jólahygge Kvennahreyfingarinnar. Hefð hefur skapast að vera með upplestur fyrir jólin og í þetta sinn var það Jónína Leósdóttir sem las upp úr nýútkominni bók sinni Varnarlaus.