Ár upp­byggingar fram undan

Við getum litið stolt til baka á síðustu ár og hvernig við tókumst á við heims­far­aldurinn og marg­vís­legar af­leiðingar hans.

Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri

Starfs­fólk Reykja­víkur­borgar var víða í fram­línunni og vann magnað starf. Því verður seint full­þakkað. Endur­reisnar­á­ætlun borgarinnar, Græna planið, reyndist fram­úr­skarandi í þessum verk­efnum og gerir enn. Borgin vex út úr vandanum sem kóvid skildi eftir sig. Það er lykil­at­riði að taka á fjár­málum en standa um leið vörð um mikil­væga þjónustu og tryggja að grænn vöxtur og inn­viða­fjár­festing haldi á­fram þótt verð­bólga og þensla hafi tekið við af sam­drætti og at­vinnu­leysi.

Endur­skoðað aðal­skipu­lag Reykja­víkur til 2040 leggur grunn að kraft­mikilli hús­næðis­upp­byggingu fyrir alla tekju­hópa. Á­hersla er lögð á skil­greinda þróunar­ása borgarinnar og upp­byggingu hús­næðis í tengslum við há­gæða al­mennings­sam­göngur og að Reykja­vík verði fram­úr­skarandi hjóla­borg. Árið 2023 munu fram­kvæmdir hefjast við Borgar­línu og brú fyrir Foss­vog. Hjól­reiða­á­ætlun verður fram­fylgt af krafti og vonir standa til að árið hefjist á tíma­móta­sam­komu­lagi milli ríkis og borgar um leiðandi hlut­verk borgarinnar í hús­næðis­upp­byggingu næstu ára. Fram­kvæmdir við í­búðir á Ár­túns­höfða og í Skerja­firði munu hefjast af krafti, Hlemm­torg fær loks endan­lega and­lits­lyftingu og fram­kvæmdir í Kvos við hið magnaða svæði milli Lækjar­torgs og Hörpu taka á sig endan­lega mynd. Þremur og hálfum milljarði króna verður á næsta ári varið til nýrra leik­skóla­plássa fyrir yngstu börnin til að brúa bilið milli fæðingar­or­lofs og leik­skóla og við­halds- og endur­bóta­verk­efni í skólum og leik­skólum verða á­fram í for­gangi.

Reykja­vík er ein hundrað borga í Evrópu sem ESB hefur valið til að vera í for­ystu í leið­angri að því að ná kol­efnis­hlut­leysi. Borgin vill því vinna á­fram þétt með at­vinnu­lífi og sam­fé­laginu í að ná þeim árangri í lofts­lags­málum sem þarf og móta Lofts­lags­samning Reykja­víkur­borgar til að tryggja þann árangur og að­gerðir sem þarf.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 3. janúar 2023.