Við auglýsum eftir rekstrarstjóra

Vilt þú vinna með okkur?
Nú leitum við að öflugri manneskju til að vinna fyrir flokkinn. Það er mikilvægt að við finnum réttan aðila í stöðu rekstrarstjóra. Auglýsingin er hér fyrir neðan. Við sendum hana á alla flokksfélaga og biðjum ykkur að hugsa þetta með okkur og áframsenda ef þið þekkið öflugt fólk sem gæti haft áhuga á starfinu. Viðkomandi aðili mun gegna lykilhlutverki í spennandi starfi sem framundan er innan flokksins á næstu misserum.
Bestu kveðjur,
Kristrún og Guðmundur Ari
Samfylkingin auglýsir eftir rekstrarstjóra
Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf rekstrarstjóra á skrifstofu flokksins.
Það eru spennandi tímar í Samfylkingunni. Ný forysta var kjörin á landsfundi síðasta haust og hyggst nýta tímann vel fram að næstu kosningum til Alþingis.
Rekstrarstjóri mun gegna mikilvægu hlutverki við rekstur flokksins og taka þátt í að leiða breytingar í samstarfi við nýja forystu.
Starfssvið:
- Daglegur rekstur og fjármál
- Áætlanagerð í samstarfi við framkvæmdastjórn
- Skipulagning funda og annarra viðburða
- Samskipti við stofnanir flokksins og almenna félaga
- Samskipti við ytri aðila sem leita til flokksins
- Aðstoð við kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum
- Yfirumsjón með stærri verkefnum flokksins á hverjum tíma í nánu samstarfi við forystu
Hæfni sem litið verður til:
- Menntun eða almenn reynsla sem nýtist í starfi
- Drifkraftur og metnaður eru lykilatriði
- Góðir samskiptahæfileikar
- Örugg tjáning í ræðu og riti
- Reynsla af stjórnun
- Reynsla af gerð fjárhagsáætlana og fjármálastjórnun
- Reynsla af skipulagningu félagsstarfs og/eða sjálfboðavinnu
- Reynsla af störfum í fjölmiðlum eða við markaðsmál
- Það er kostur að þekkja til starfa Samfylkingarinnar og/eða verkalýðshreyfingarinnar
Óskað er eftir einnar blaðsíðu kynningarbréfi frá umsækjanda auk ferilskrár. Umsókn sendist á [email protected] fyrir föstudaginn 27. janúar 2023. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar, veitir frekari upplýsingar í síma 846-6747.