Óskað eftir framboðum í sáttanefnd

Kosið verður í sáttanefnd á vorfundi flokksstjórnar í Kaplakrika, Hafnarfirði, laugardaginn 4. mars kl. 12:00, en framboðsfrestur rennur út sama dag kl. 11:00. Nöfn þeirra sem hafa gefið kost á sér verða birt kl. 11:00 föstudaginn 3. mars, og bætt við eftir því sem framboð berast.

Aðeins flokksstjórn á fundi hefur atkvæðisrétt. Hér er hægt að senda inn framboð: https://forms.gle/nV47THzaodPydJueA

Á milli kl. 11:45 – 12:00 gefst frambjóðendum kostur á að kynna sig stuttlega á sviði á flokksstjórnarfundi. Kosning hefst svo kl. 12:00 og lýkur kl. 12:30, niðurstöður verða kynntar á fundinum eftir að kjörstjórn hefur lokið sínum stöfum.

Kjörstjórn skipa: 

Dagbjört Hákonardóttir

Guðríður Lára Þrastardóttir

Jónas Már Torfason

Vinsamlegast hafið samband við [email protected] ef þið hafið einhverjar spurningar.

Á fyrsta flokksstjórnarfundi eftir landsfund skal kjörin þriggja manna sáttanefnd og einn til vara. Þeir sem skipa sáttanefndina skulu ekki vera kjörnir fulltrúar flokksins á Alþingi og/eða sveitarstjórnum, fulltrúar í framkvæmdastjórn flokksins, starfsmenn skrifstofu flokksins né heldur vera kjörnir fyrir hönd flokksins í stjórnir ríkisstofnana.

Hér er hægt að senda inn framboð: https://forms.gle/nV47THzaodPydJueA

Tilgangur sáttanefndar er að stuðla að lausn erfiðra mála sem kunna að koma upp innan og/eða á milli aðildarfélaga, kjördæmisráð, fulltrúaráða og/eða einstakra flokksmanna vegna:

a. alls ágreinings sem kann að koma upp innan aðildarfélaganna og varða starfsemi þeirra og lög/samþykktir,

b. ágreinings sem kann að koma upp milli aðildarfélaga varðandi starfsemi þeirra og samskipti sem ekki tekst að jafna,

c. ágreinings sem kann að kom upp innan kjördæmisráðs/fulltrúaráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins,

d. brota á lögum og reglum flokksins.