Rakel Pálsdóttir nýr rekstarstjóri

Rakel Pálsdóttir hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra á skrifstofu Samfylkingarinnar.

Rakel hefur víðtæka reynslu á sviði almannatengsla og kynningarmála auk verkefna- og viðburðastjórnunar. Undanfarin fjögur ár hefur Rakel starfað hjá Eflingu sem kynningarstjóri og samskiptastjóri hjá BSRB. Áður var hún forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins og kynningarstjóri hjá Eddu útgáfu.

Rakel er með BA gráðu í þjóðfræði og mannfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.