Vorfundur flokksstjórnar!

Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 4. mars í Kaplakrika (FH íþróttafélag), salnum Sjónarhóli, í Hafnarfirði kl. 09:30. Við vonum svo sannarlega að sem flest hafi tök á að mæta til leiks og taka þátt, félagar, makar og börn velkomin. Gott aðgengi er í Kaplakrika, en fundurinn er haldinn í salnum Sjónarhóli.  

Drög að stjórnmálaályktun.


Nýtt merki Samfylkingarinnar verður kynnt á fundinum og blásið til kraftmikils málefnastarfs sem verður nú með nýju sniði í samræmi við áherslur nýrrar forystu flokksins. Nýtt verklag í málefnastarfi verður kynnt og því kjörið tækifæri til að mæta til leiks og taka þátt. Þá gefst einnig tækifæri til að spjalla við forystufólk okkar og spyrja kjörna fulltrúa beint um þeirra störf.

Æskilegt er að skrá sig og greiða kaffi- og fundargjaldið sem fyrst, eða eigi síðar en 2. mars kl. 21:00.

Kaffi- og fundargjaldið er 3.500 og 2.000 fyrir námsmenn, lífeyrisþega og fólk á fjárhagsaðstoð, greiðist inn á bk. 0111 hb. 26 rknr. 19928 - kt. 690199-2899.

Aðeins flokksstjórn hefur atkvæðisrétt á flokksstjórnarfundi.
En allir félagar í Samfylkingunn hafa tillögu og málfrelsi. 

Mætum til leiks! 

09:00               Húsið opnað - skráning.
09:30               Varaformaður Samfylkingarinnar setur fundinn.
09:40               Afgreiðsla ályktana frá landsfundi með umræðum.

Breytingatillaga - Soffía Sigurðardóttir

10:30               Kaffihlé.
10:45               Kynning á nýju merki.
11:00               Ræða formanns Samfylkingarinnar
11:30               Kynning á málefnastarfi. 
12:00               Kosning í sáttanefnd hefst (henni lýkur kl. 12:30).
12:00               Hádegishlé.
13:00               Spurt & svarað með stjórn / þingflokki og sveitarstjórnarfólki.     
14:00               Almennar umræður, afgreiðsla tillagna og ályktun fundarins.  

Drög að stjórnmálaályktun.
15:30               Hamingjustund með forystu og félögum okkar.

Aðeins flokksstjórn hefur atkvæðisrétt á flokksstjórnarfundi.
En allir félagar í Samfylkingunn hafa tillögu og málfrelsi. 

Kjör í sáttanefnd flokksins

Valgerður Halldórsdóttir

Björn Þór Rögnvaldsson

Ragnheiður Guðrún Sigurjónsdóttir

Varamaður: Þóra Jónsdóttir