Velkomin í verkalýðskaffi hjá Samfylkingunni

Samfylkingin hvetur allt félagsfólk til að fylkja liði í kröfugöngur og kíkja síðan í kaffi hjá Samfylkingarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Verkalýðskaffi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík verður í Kornhlöðunni, Bankastræti 2 að lokinni kröfugöngu og útifundi á Ingólfstorgi.

Ræðumenn verða Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður SffR, er fundarstjóri.

Á Kornhlöðuloftinu verða í boði kaffi og kökur. Þar flytja stutt ávörp þær Agnieszka Ewa Ziółkowska, fulltrúi í verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar, Sabine Leskopf, borgarfulltrúi, og Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður. Síðast en eki síst rimsíramsar Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður. DJ Andrea, rokkamma Íslands heldur síðan uppi fjörinu með flutningi alþýðutónlistar af hljómplötum.

Samfylkingin í Hafnarfirði og Ungt jafnaðarfólk í Hafnarfirði bjóða í vöfflukaffi á baráttudegi verkalýðsins. Viðburðurinn hefst kl. 13:00 og er í Samfylkingarhúsinu í Hafnarfirði á Strandgötu 43.

Samfylkingin í Mosfellsbæ býður upp á 1 . maí kaffi í Þverholtinu kl. 15-17.

Til hamingju með daginn – baráttukveðjur – verið velkomin!