Vilt þú fara í Nordenskolan 2023-2024?

Nordenskolan er árlegt námskeið um norræna samfélagsmódelið sem er haldið á vegum SAMAK (Samráðsnefndar jafnaðarflokka og alþýðusambanda á Norðurlöndum).

Þátttakendur eru ungt fólk úr jafnaðarflokkum og alþýðusamböndum Norðurlanda. Kennsla fer fram í tveimur staðlotum (2-3 dagar) sem verða í Finnlandi haustið 2023 og í Danmörku vorið 2024. Þess á milli er námið á netinu.

Samfylkingin og ASÍ mega senda 3 fulltrúa hvor. Samfylkingin hvetur flokksfélaga á aldrinum 18-35 ára til að senda umsókn á [email protected] í síðasta lagi 20. júní. Skrifið í stuttu máli hvers vegna þið hafið áhuga á að taka þátt í Nordenskolan og hvers vegna þið yrðuð verðugir fulltrúar fyrir Samfylkinguna á þeim vettvangi!

Við val á fulltrúum Samfylkingarinnar verður leitast við að senda til leiks sterkan og fjölbreyttan hóp (m.a. með tilliti til reynslu, bakgrunns, búsetu og annarra þátta).