Helga Vala Helgadóttir lætur af þingmennsku

Helga Vala fréttabanner

Helga Vala Helgadóttir hefur tilkynnt að hún muni láta af þingstörfum á mánudaginn eftir farsælan feril á Alþingi og ötula baráttu fyrir betra samfélagi. Helga hefur leitt framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður síðan 2017.

Á Alþingi sat Helga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og sem formaður velferðarnefndar. Helga var formaður velferðarnefndar þegar heimsfaraldur geisaði. Jafnframt var Helga þingflokksformaður Samfylkingarinnar fyrr á þessu kjörtímabili.

Helga hefur verið öflugur talsmaður jafnaðarstefnu og staðið í stafni í baráttunni fyrir ýmsum hugsjónamálum jafnaðarfólks.

Samfylkingin þakkar Helgu fyrir gott og óeigingjarnt starf á Alþingi síðustu ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Við kveðjum ekki bara kröftugan félaga af þingi heldur einnig trausta og skemmtilega vinkonu.

Takk!