Björk endukjörn formaður Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík

Aðalfundur FSR var haldinn 30. nóvember í sal Samfylkingarinnar við Hallveigarstíg og var hann vel sóttur.

Fundurinn var vel sóttur og umræður voru líflegar. Björk Vilhelmsdóttir gerði grein fyrir störfum framkvæmdastjórnar FSR síðastliði ár og Sigfús Ómar Höskuldsson kynnti ársreikning. Formenn aðildarfélaganna í Reykjavík sögðu frá starfinu á árinu. Sara Björg Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi fór yfir störf kjörinna fulltrúa í borginni og Dagbjört Hákonardóttir þingmaður fór yfir stöðina í stjórnmálunum og störfin á þingi.

Björk Vilhelmsdóttir var endurkjörin formaður Fulltrúaráðsins og Sigfús Ómar Höskuldsson endurkjörinn gjaldkeri.

Í stjórn voru svo kjörin Bjarni Jónsson, Ragnheiður Sigurjónsdóttir og Viktor Stefánsson. Í varastjórn eru Margrét S. Björnsdóttir, Ásgeir Beinteinsson, Oddný Sturludóttir, Mörður Árnason og Ragna Sigurðardóttir .