Opnir fundir: Atvinna og samgöngur um land allt

Opnir fundir um land allt

Síðustu vikur hefur forysta Samfylkingarinnar heimsótt yfir 100 fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Nú er komið að hringferð um landið. Hvort tveggja er liður í metnaðarfullri málefnavinnu um atvinnu og samgöngur sem kynnt var á flokksstjórnarfundi á Akureyri 14. október 2023.

Í stýrihópi Samfylkingarinnar um atvinnu og samgöngur eru þau Arna Lára Jónsdóttir formaður, Kristján Þórður Snæbjarnarson, Margrét Kristmannsdóttir og Stefán Þór Eysteinsson.

Næstu vikur mun Samfylkingin efna til fjölda opinna funda um land allt. Þar verður flokksfélögum og almenningi boðið að eiga milliliðalaust samtal við forystufólk flokksins og fulltrúa úr stýrihópnum um atvinnu og samgöngur. Öllum er velkomið að taka þátt.

Verklýsing fyrir nýja ríkisstjórn
Verklagið í málefnastarfinu er með sama sniði og á síðasta ári þegar heilbrigðis- og öldrunarmálin voru í brennidepli. Þeirri vinnu lauk með útspilinu Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum sem var kynnt í október eftir umfangsmikið samtal við sérfræðinga og almenning.

Nú er uppleggið að útspil á sviði atvinnu og samgangna verði kynnt í apríl. Flokksstjórnarfundur er áætlaður þann 20. apríl næstkomandi.

Kristrún Frostadóttir formaður hefur lagt þunga áherslu á málefnastarfið og bindur miklar vonir við vinnuna: „Útkoman á að vera verklýsing fyrir nýja ríkisstjórn. Frá fyrstu 100 dögunum og upp í fyrstu tvö kjörtímabilin í ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar,“ eins og Kristrún komst að orði í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi áður en haldið var af stað.

Næstu opnu fundir
Fyrsti opni fundurinn um atvinnu og samgöngur var á Akranesi miðvikudaginn 7. febrúar en næst á dagskrá eru Vestmannaeyjar, Selfoss og Hafnarfjörður. Fólk á höfuðborgarsvæðinu er hvatt til að mæta á fundinn í Hafnarfirði ef það hefur tök á því en að lokinni hringferðinni verður einnig efnt til fundar í Reykjavík. Stefnt er að því að sá fundur verði kl. 13:00, laugardaginn 16. mars.

Eftirfarandi fundartímar hafa þegar verið auglýstir:

VESTMANNAEYJAR
Vigtin bakhús
þriðjudagur 13. febrúar kl. 17:30

SELFOSS
Samfylkingarsalurinn á Eyrarvegi 15
miðvikudagur 14. febrúar kl. 17:00

HAFNARFJÖRÐUR
Samfylkingarsalurinn á Strandgötu 43
fimmtudagur 15. febrúar kl. 19:30

HÖFN Í HORNAFIRÐI
Kaffi Hornið
mánudagur 19. febrúar kl. 17:00

NESKAUPSTAÐUR
Hótel Hildibrand
þriðjudagur 20. febrúar kl. 8:00

REYÐARFJÖRÐUR
Súpufundur í sal AFLs (Búðareyri 1)
þriðjudagur 20. febrúar kl. 12:00

SEYÐISFJÖRÐUR
Herðubreið
þriðjudagur 20. febrúar kl. 17:30

VOPNAFJÖRÐUR
Hótel Tangi
miðvikudagur 21. febrúar kl. 8:00

ÞÓRSHÖFN
Enn 1 skálinn
miðvikudagur 21. febrúar kl. 12:00

HÚSAVÍK
Gamli Baukur
miðvikudagur 21. febrúar kl. 19:30

DALVÍK

BERG

Fimmtudagur 22. febrúar kl 12:00

AKUREYRI

Samfylkingarsalnum (Sunnuhlíð 12)

Fimmtudagur 22. febrúar kl. 17:00



Í mars verða síðan haldnir fleiri fundir í Norðvesturkjördæmi, á Suðurnesjum og í Reykjavík. Hafið samband við Örnu Láru Jónsdóttur, formann stýrihópsins um atvinnu og samgöngur, ef þið viljið koma að skipulagningu á opnum fundi í tengslum við málefnastarfið.

Fylgist vel með á Facebooksíðu Samfylkingarinnar og á xs.is – og sjáumst í vinnunni!