Styrkur og þanþol íslenskunnar

Nokk­ur umræða hef­ur orðið um áform þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins um að gera ís­lenskukunn­áttu að kröfu fyr­ir leyfi til að aka leigu­bíl.

Þórunn Sveinbjarnardóttir Alþingismaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis

Hug­mynd­in er jafn heimsku­leg og hún er frá­leit. Nú er það svo að ekki er bannað lög­um sam­kvæmt að setja skil­yrði um ís­lenskukunn­áttu í ákveðnum störf­um en það verður að ger­ast með mál­efna­leg­um hætti. Í grein Ei­ríks Rögn­valds­son­ar sem ný­lega birt­ist á Vísi seg­ir pró­fess­or­inn fyrr­ver­andi að áformin „séu inn­legg í ófræg­ing­ar­her­ferð gegn fólki af er­lend­um upp­runa“. Þar hitt­ir Ei­rík­ur nagl­ann á höfuðið eins og svo oft áður.

Til­lögu­flutn­ing­ur sem þessi er til þess eins gerður að auka sundr­ung og ótta í sam­fé­lag­inu og ýta und­ir for­dóma gegn út­lend­ing­um, ekki síst ef þau hafa ann­an húðlit en þann ljósa sem al­geng­ast­ur er á Íslandi. Yf­ir­skinið er vernd ís­lenskr­ar tungu en hug­mynd­in er sett fram í ógeðfelldu sam­hengi kyn­ferðis­glæps. Ef kyn­ferðisof­beldi á Íslandi sner­ist um ís­lenskukunn­áttu þyrfti glæ­nýj­ar aðferðir til að berj­ast gegn því.

Sé vilji til þess að stuðla að auk­inni notk­un ís­lensk­unn­ar á ís­lensk­um vinnu­markaði og styðja ís­lensku­kennslu fyr­ir inn­flytj­end­ur er hæg­ur leik­ur að fjár­magna hana úr rík­is­sjóði svo að sómi sé að og semja við at­vinnu­rek­end­ur um kennslu á vinnu­tíma. Til þess þarf skýra póli­tíska sýn og góðan póli­tísk­an vilja.

Við sem erum upp­al­in á Íslandi erum ný­far­in að heyra ís­lensku talaða með hreim á vinnu­stöðum og í fjöl­miðlum. Það er stór­kost­leg­ur vitn­is­b­urður um þróun tungu­máls og út­breiðslu þess að heyra það talað af fólki sem hef­ur annað móður­mál. Það sýn­ir styrk og þanþol ís­lensk­unn­ar að ekki sé leng­ur ein út­gáfa henn­ar – eitt samþykkt rík­is­mál – það sem heyr­ist og notað er op­in­ber­lega. Það er líka ávís­un á betra og virk­ara lýðræði að ólík­ar radd­ir fái að heyr­ast og taki sér rými á op­in­ber­um vett­vangi.

Í kennslu­stund hjá Gísla Páls­syni fyrr­ver­andi pró­fess­or í mann­fræði fyr­ir margt löngu heyrði ég fyrst talað um málótta. Á þeirri stundu opnaðist nýr skiln­ing­ur fyr­ir mér á sam­fé­lag­inu sem ég hafði al­ist upp í. Í því talaði fólk nefni­lega „rétt“ mál og „rangt“ mál. Flá­mælið var dæmt rangt og því skipu­lega út­rýmt. Þágu­falls­sýk­in ill­ræmda var bar­in úr skóla­börn­um. Eng­inn þorði að opna munn­inn í rík­is­út­varp­inu nema að vera viss um að úr munn­in­um kæmi ómengað gull­ald­ar­mál.

Sá tími er sem bet­ur fer liðinn. Sköp­um ekki nýj­an aðskilnað. Gef­um inn­flytj­end­um al­vöru hlut­deild í ís­lensku sam­fé­lagi með því að gefa þeim kost á að læra ís­lensku sér að kostnaðarlausu. Styðjum miklu bet­ur við börn sem eiga annað móður­mál en ís­lensku í skóla­kerf­inu. Ver­um stór­huga og deil­um ís­lensk­unni með öll­um sem hana vilja nota en ger­um ís­lenskukunn­áttu ekki að ómál­efna­legu skil­yrði fyr­ir virkni á vinnu­markaði.