30 ára afmæli Reykjavíkurlistans

Árið 1994 bauð Reykjavíkurlistinn fram í fyrsta sinn og vann sögulegan sigur á Sjálfstæðisflokknum í borginni. Í kjölfarið hófst mikið breytingarskeið með nýjum áherslum, hugmyndum og verkefnum.

Í tilefni af 30 ára afmælinu er boðið til fagnaðar og málþings í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 13. júní frá kl. 16-18.

Dagskrá:

  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur 1994 – 2002, opnar samkomuna og býður fólk velkomið.
  • Litið um öxl – hverju breytti Reykjavíkurlistinn?
    Eva Marín Hlynsdóttir prófessor
  • Tónlistaratriði
  • Hvað var svona merkilegt við það?
    Stutt minningarbrot frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Þór Sigurðssyni, Guðrúnu Ágústsdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur sem voru í hópi fyrstu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans 1994.
  • Pallborðsumræður með „ungu kynslóðinni 1994“. Áhrif Reykjavíkurlistans í bráð og lengd.
    Þátttakendur Dagur B. Eggertsson, Ingvar Sverrisson, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir.
  • Stjórnandi pallborðsumræðna: Kristján Kristjánsson fjölmiðlamaður.
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir slítur málþinginu.

Samverustund og léttar veitingar að málþingi loknu.