Samtal um húsnæði og kjaramál um land allt
Nú stendur yfir vinna stýrihóps Samfylkingar um húsnæði og kjaramál. Á næstu vikum verða haldin fjölskyldugrill og opnir fundir um land allt þar sem flokksfélögum og almenningi gefst tækifæri til að taka þátt í samtali um þessa veigamiklu málaflokka.
Málefnastarf flokksins er nú með nýju sniði. Heilbrigðismál voru í forgrunni í fyrra og síðasta vetur voru atvinna og samgöngur efst á baugi. Afrakstur þeirrar vinnu má finna í útspilunum Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum og Kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum – en nú er komið að næsta málaflokki.
Vinna stýrihóps í fullum gangi
Stýrihópinn um húsnæði og kjaramál skipa Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður, sem er formaður hópsins, Hildur Rós Guðbjargardóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs starfsgreinafélags á Austurlandi og Kolbeinn Hólmar Stefánsson dósent við félagsvísindasvið HÍ. Vinnan hófst strax að loknum flokksstjórnarfundi Samfylkingar á Laugarbakka síðasta vor og hefur hópurinn fundað með fjölda sérfræðinga og fulltrúum verkalýðshreyfingar, atvinnulífs og hagsmunasamtaka.
Flokksfélögum og öðrum áhugasömum er bent á að setja sig í samband við stýrihópinn til að koma á framfæri ábendingum eða bjóða fram aðstoð.
Fyrstu fundir hringinn í kringum landið
Í næstu viku hefst hringferð um landið þar sem blásið verður til samtals um húsnæði og kjaramál. Á meðal gesta verða Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, og annað forystufólk flokksins auk fulltrúa úr stýrihópnum.
Fundir á suðvesturhorninu fara fram síðar í september. Fyrstu fundir verða á eftirtöldum stöðum:
BORGARNES – fjölskyldugrill
Englendingavík
mánudag 2. september kl. 17:00
GRUNDARFJÖRÐUR – kvöldspjall
Samkomuhúsið
mánudag 2. september kl. 20:00
BÚÐARDALUR – morgunfundur
Vínlandssetrið
þriðjudag 3. september kl. 9:00
REYKHÓLAR – súpufundur
Reykhólabúðin
þriðjudag 3. september kl. 12:00
ÍSAFJÖRÐUR – fjölskyldugrill
Edinborgarhúsið
þriðjudag 3. september kl. 17:00
HÓLMAVÍK – morgunfundur
Kaffi Galdur
miðvikudag 4. september kl. 9:00
HVAMMSTANGI – hádegisfundur
Sjávarborg
miðvikudag 4. september kl. 12:00
SAUÐÁRKRÓKUR – fjölskyldugrill
Golfskálinn
miðvikudag 4. september kl. 17:00
SIGLUFJÖRÐUR – kvöldspjall
Aðalbakarí
miðvikudag 4. september kl. 20:00
AKUREYRI – morgunfundur
Samfylkingarsalurinn í Sunnuhlíð 12
fimmtudag 5. september kl. 9:00
HÚSAVÍK – súpufundur
Hérna kaffihús
fimmtudag 5. september kl. 12:00
EGILSSTAÐIR – fjölskyldugrill
Sláturhúsið
fimmtudag 5. september kl. 17:00
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR – kvöldspjall
Sumarlína
fimmtudag 5. september kl. 20:00
BREIÐDALSVÍK – morgunfundur
Beljandi
föstudag 6. september kl. 9:00
HÖFN – súpufundur
Kaffi Hornið
föstudag 6. september kl. 12:00
VÍK – fjölskyldugrill
Félagsheimilið Leikskálar
föstudag 6. september kl. 17:00
VESTMANNAEYJAR – súpufundur
Tanginn
laugardag 7. september kl. 12:00
HVOLSVÖLLUR – kaffispjall
Félagsheimilið Hvoll
laugardag 7. september kl. 16:00
Verið öll hjartanlega velkomin! Fundir á suðvesturhorninu verða auglýstir síðar í september.