Samfylkingin leiðir nýja ríkisstjórn

Kristrún verður forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir, formaður Viðreisnar kynntu stjórnarsáttmála og nýja ríkisstjórn í dag. Fyrr um daginn hafði þingflokkur Samfylkingarinnar fundað og samþykkt tillögu formanns að ráðherraskipan. Stjórnarsáttmáli og tillaga að ráðherraskipan var svo samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á flokksstjórnarfundi.

Ráðherrar Samfylkingarinnar verða eftirfarandi:

Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra.

Logi Einarsson verður menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Jóhann Páll Jóhannsson verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Alma D. Möller verður heilbrigðisráðherra.

Forseti þingsins verður Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Hér má lesa stjórnarsáttmálann.