Heiða Björg er nýr borgarstjóri Reykjavíkur

Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, var kjörin borgarstjóri rétt í þessu á aukaborgarstjórnarfundi sem stendur nú yfir í Ráðhúsinu.

Heiða hefur verið borgarfulltrúi frá árinu 2015, hún hefur m.a. gegnt formennsku í velferðarráði Reykjavíkur um árabil. Hún var varaformaður Samfylkingarinnar á árunum 2017 - 2021, einnig gegnt embættum formanns framkvæmdastjórnar og Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.

Fyrr í dag kynntu oddvitar flokkanna sem mynda nýjan meirihluta samstarfsyfirlýsingu sín, sjá meira um það hér á hlekknum fyrir neðan.

https://xs.is/frettir/2025/02/nyr-meirihluti-kynntur-i-reykjavik-