Árni Rúnar Þorvaldsson nýr formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar

Aðalfundur sveitarstjórnarráðs var haldinn miðvikudagskvöldið 5. mars og var Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kosinn nýr formaður ráðsins og tekur við af Hildu Jönu Gísladóttur.
Aðalfundur sveitarstjórnarráðs var haldinn miðvikudagskvöldið 5. mars og var Árni Rúnar Þorvaldsson kosinn nýr formaður ráðsins og tekur við af Hildu Jönu Gísladóttur, oddvita Samfylkingarinnar á Akureyri, sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2022.
Árni Rúnar var sveitarstjórnarfulltrúi á Höfn í Hornafirði á árunum 2006–2013 og varabæjarstjórnarfulltrúi í Hafnarfirði 2018 – 2022. Frá árinu 2022 hefur Árni setið sem aðalmaður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og situr m.a. í fjölskylduráði, en Árni er menntaður kennari og hefur lengi starfað sem slíkur. Hann hefur áralanga reynslu af sveitarstjórnarmálum og brennur fyrir þróun og eflingu sveitarfélaga.
Með honum í stjórn ráðsins eru Stefán Þór Eysteinsson (ritari) frá Eskifirði og oddviti Fjarðarlistans og Guðný Birna Guðmundsdóttir (gjaldkeri) frá Reykjanesbæ og oddviti Samfylkingarinnar þar í bæ.
Varamenn eru þau Guðný Maja Riba borgarfulltrúi í Reykjavík og Benóný Valur Jakobsson sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi.
Við óskum Árna og öðrum stjórnarmeðlimum innilega til hamingju með þetta sterka teymi í stjórn sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar. Einnig þökkum við Hildu Jönu innilega fyrir sín störf og öðrum fráfarandi stjórnarmeðlimum, Guðmundi Ara Sigurjónssyni og Sabinu Lebskopf.