Kristrún Frostadóttir ein í formannsframboði fyrir Samfylkinguna

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, gaf ein kost á sér í framboð til formanns Samfylkingarinnar, frestur til framboðs rann út á miðnætti 4. apríl.
Kosningin fer fram á landsfundi, sem haldinn er í Stúdíó Fossaleyni í Grafarvogi, sem haldinn er dagana 11. og 12. apríl.
Kristrún tók við sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi 28. október 2022. Í stefnuræðu sinni á landsfundi 2022 sagði Kristrún: "Ég bauð mig fram til formanns til að leiða breytingar: Fyrst í flokknum okkar og svo í ríkisstjórn." Og það hefur hún svo sannarlega gert. En eins og við öll vitum hefur margt gerst frá árslokum 2022 og Samfylkingin er nú í ríkisstjórn og Kristrún forsætisráðherra.
Á dagskrá fundarins eru m.a. kosningar í öll embætti flokksins, almennar umræður, breytingartillögur á stefnu, hátíðarerindi og 25 ára afmælisfögnuður Samfylkingarinnar þar sem m.a. allir fyrrum formenn flokksins koma saman. Afmælisdagskrá fer fram laugardaginn 12. apríl kl. 13:30 og hefst á stefnuræðu formanns.
Ljóst er að Kristrún gengur til endurkjörs með öflugt umboð að baki – sem bæði formaður og forsætisráðherra – og að landsfundurinn verður mikilvægur viðburður fyrir alla sem vilja móta framtíðarsýn jafnaðarstefnunnar á Íslandi.
En er hægt að bjóða sig fram í önnur embætti, en framboðsfrestur í þau er til 11. apríl kl. 15:30.
Skráning framboða hér: https://forms.gle/b9UjzSQuq1hNsa2R7