Mætum í rauðum sokkum í kröfugöngu á morgun!

Fyrir 55 árum mættu konur á rauðum sokkum í kröfugöngu verkalýðsins með risastóra Venusarstyttu og lögðu fram kröfur sínar um kvenfrelsi.

Steinunn Gyðu- Guðjónsdóttir Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar

Nokkuð stapp var um hvort konurnar fengju að taka þátt í göngunni með þessum hætti úr varð að þær gengu aftast. Þetta varð upphafið að Rauðsokkahreyfingunni.

Á morgun munu konur á rauðum sokkum ganga fremst í kröfugöngunni með endurgerða Venusarstyttu í broddi fylkingar. Við hvetjum allar konur og kvár til að fjölmenna!

Af hverju ganga konur saman 1. maí? Hér eru nokkrar ástæður:

  • Atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla.
  • Konur sem starfa við ræstingar og umönnun barna fá lægstu launin í íslensku samfélagi.
  • Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri en almennt meðal kvenna á Íslandi og laun þeirra lægri.
  • Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins.
  • Um 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni

Mætum í rauðum sokkum í kröfugöngu á morgun þann 1. maí!