Óskað eftir framboðum í sátta- og trúnaðarnefnd

Kosið verður í sáttanefnd á haustfundi flokksstjórnar á Hótel Stracta, Hellu, laugardaginn 27. september, framboðsfrestur rennur út sama dag kl. 12:00. Nöfn þeirra sem hafa gefið kost á sér verða birt kl. 11:00 föstudaginn 3. mars, og bætt við eftir því sem framboð berast.

Aðeins flokksstjórn á fundi hefur atkvæðisrétt.

Hér er hægt að senda inn framboð: https://forms.gle/bbRXc9sVvN4Ym2S66

Kosning fer fram á fundinum og niðurstöður verða kynntar á fundinum eftir að kjörstjórn hefur lokið sínum stöfum.

Kjörstjórn skipa: 

Guðný Birna Guðmundsdóttir

Hildur Rós Guðbjargardóttir

Sindri Kristjánsson

Vinsamlegast hafið samband við [email protected] ef þið hafið einhverjar spurningar.

Á fyrsta flokksstjórnarfundi eftir landsfund skal kjörin þriggja manna sátta- og trúnaðarnefnd og einn til vara. Þeir sem skipa sátta- og trúnaðarnefndina skulu ekki vera kjörnir fulltrúar flokksins á Alþingi og/eða sveitarstjórnum, fulltrúar í framkvæmdastjórn flokksins, starfsmenn skrifstofu flokksins né heldur vera kjörnir fyrir hönd flokksins í stjórnir ríkisstofnana eða valdir af ráðherrum flokksins til slíkra verka.

Tilgangur nefndarinnar er að stuðla að lausn erfiðra mála sem kunna að koma upp innan og/eða á milli aðildarfélaga, kjördæmisráð, fulltrúaráða og/eða einstakra flokksmanna vegna:

a. að taka við erindum um ótilhlýðilega framkomu, þ.m.t. einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og ofbeldi, og afgreiða þau í samræmi við málsmeðferðarreglur sem settar eru af landsfundi, sbr. gr. 14.5 (trúnaðarnefndarmál), og

b. stuðla að lausn erfiðra mála sem kunna að koma upp innan og/eða á milli aðildarfélaga, kjördæmisráð, fulltrúaráða og/eða einstakra flokksmanna vegna:

alls ágreinings sem kann að koma upp innan aðildarfélaganna og varða starfsemi þeirra og samþykktir,

ágreinings sem kann að koma upp milli aðildarfélaga varðandi starfsemi þeirra og samskipti sem ekki tekst að jafna,

ágreinings sem kann að kom upp innan kjördæmis- eða fulltrúaráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins,

brota á lögum og reglum flokksins.