Óskað eftir framboði í formann laganefndar

Á reglulegum landsfundi er kosið í embætti formanns laganefndar og var það gert á landsfundi í apríl 2025. Sökum óviðráðanlegra aðstæðna hefur sú staða losnað og er því óskað eftir framboði í embættið. Kosið verður í embættið á haustfundi flokksstjórnar á Hótel Stracta, Hellu, laugardaginn 27. september, framboðsfrestur rennur út sama dag kl. 12:00. Nöfn þeirra sem hafa gefið kost á sér verða birt kl. 11:00 miðvikudaginn 24. sept., og bætt við eftir því sem framboð berast.
Hér er hægt að senda inn framboð: https://forms.gle/BvteMAGpmsGGgfky5
Aðeins flokksstjórn á fundi hefur atkvæðisrétt.
Kosning fer fram á fundinum og niðurstöður verða kynntar á fundinum eftir að kjörstjórn hefur lokið sínum stöfum.
Kjörstjórn skipa:
Guðný Birna Guðmundsdóttir
Hildur Rós Guðbjargardóttir
Sindri Kristjánsson
Vinsamlegast hafið samband við [email protected] ef þið hafið einhverjar spurningar.