Auglýst eftir framboðum til flokksvals Samfylkingarinnar í Kópavogi

Samfylkingin í Kópavogi hefur auglýst eftir framboðum til flokksvals vegna sveitarstjórnarkosninganna 2026. Framboðsfrestur er til kl. 20:00 mánudaginn 12. janúar 2026.
Hægt er að tilkynna fyrirhugað framboð til kjörstjórnar á netfangið [email protected], þar sem frambjóðendur fá nánari leiðbeiningar og þau gögn sem þarf að skila. Skila þarf inn öllum gögnum og framboðsyfirlýsingu útprentuðum og undirrituðum í frumriti til kjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests. Kjörstjórn verður við móttöku í Hlíðarsmára 9, 4. hæð, milli kl. 18:00 og 20:00 þann 12. janúar.
Frambjóðendur þurfa að skila inn:
- Formlegri framboðsyfirlýsingu
- Meðmælum 15–30 flokksfélaga með lögheimili í Kópavogi
Um er að ræða bindandi flokksval fyrir efstu fjögur sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi, með svokölluðum paralista, þar sem jafnræði kynja er tryggt í hverjum tveimur sætum. Kosningin fer fram 7. febrúar 2026.
Kjörgengir eru allir félagsmenn í Samfylkingunni sem uppfylla landslög og hafa meðmæli 15–30 félaga.
Öll frekari upplýsingar og leiðbeiningar má finna á:
👉 https://xs.is/kopavogur