Samfylkingin í Garðabæ býður fram í sveitarstjórnakosningunum í vor

Samfylkingin mun bjóða fram lista í Garðabæ í sveitarstjórnakosningum þann 16. maí 2026.

Samfylkingin mun vinna með hag allra bæjarbúa að leiðarljósi og vinna í samráði við íbúa að bættri þjónustu, blómlegu mannlífi, öflugu atvinnulífi og áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins. Fram undan er málefnastarf þar sem stefnuskrá framboðs Samfylkingarinnar í Garðabæ verður mótuð í anda jafnaðarstefnunnar. Þau sem áhuga hafa á að taka þátt í þeirri vinnu eru hvött til að setja sig í samband við stjórn félagsins í gegnum netfangið [email protected].

Á félagsfundi þann 17. nóvember sl. var kjörin fimm manna uppstillinganefnd sem hefur það hlutverk að raða á framboðslista fyrir sveitarstjórnakosningarnar næsta vor. Nefndina skipa Katrín Júlíusdóttir, Freyja Kvaran, Guðfinna Guðmundsdóttir, Kristján Sveinbjörnsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.

Nefndin hefur þegar hafið störf og þau sem áhuga hafa á að taka þátt í framboði eða koma með tilnefningar eru hvött til að hafa samband við nefndina á netfangið [email protected]