6 í framboði í flokksvalinu í Kópavogi

Framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi rann út í gær mánudaginn 12. janúar. Alls gáfu 6 einstaklingar kost á sér til setu á framboðslista flokksins.
Flokksvalið fer fram laugardaginn 7. febrúar, þar sem flokksfélagar og stuðningsmenn kjósa um röðun á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir komandi kosningar. Frestur til að skrá sig í Samfylkinguna, eða sem stuðningsmann, til að eiga rétt á þátttöku í flokksvalinu er 5. febrúar kl. 23:59.
Frambjóðendur:
Eydís Inga Valsdóttir, 2. sæti
Gunnar Gylfason, 1.-4. sæti
Hákon Gunnarsson, 3. sæti
Hildur María Friðriksdóttir, 3.-4. sæti
Jónas Már Torfason, 1. sæti
Sólveig Skaftadóttir, 2.-3. sæti
