Kjörskrá í Reykjavík lokaði á miðnætti

Kjörskrá í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík lokaði á miðnætti, 23:59 22. janúar.
Mikill fjöldi skráði sig til leiks og ljóst er að áhugi borgarbúa er mikill á að taka þátt í að kjósa sína borgarfulltrúa sem munu leiða lista Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar í vor.
Á kjörskrá eru tæplega 7.000 manns. Sextán manns eru í framboði um sex fyrstu sæti listans.
Hér er hægt að kynna sér alla frambjóðendurna, með því að smella á nafn frambjóðanda opnast síða með skilaboðum og upplýsingum til kjósenda: https://xs.is/frambjodendur-i-flokksvali-i-reykjavik-2026